Malasíski hlutabréfamarkaðurinn, sem eitt sinn var talinn einn versti markaður heims, er nú að upplifa mikinn vöxt. Markaðurinn, sem ber nafnið Bursa Malaysia, hefur hækkað um rúmlega 17% undanfarið ár.

Samkvæmt Al Jazeera hafa fjárfestar opnað 289 þúsund nýja viðskiptareikninga á fyrstu sjö mánuðum ársins. Það er rúmlega tvöfalt fleiri en allt árið 2023.

Malasíski hlutabréfamarkaðurinn, sem eitt sinn var talinn einn versti markaður heims, er nú að upplifa mikinn vöxt. Markaðurinn, sem ber nafnið Bursa Malaysia, hefur hækkað um rúmlega 17% undanfarið ár.

Samkvæmt Al Jazeera hafa fjárfestar opnað 289 þúsund nýja viðskiptareikninga á fyrstu sjö mánuðum ársins. Það er rúmlega tvöfalt fleiri en allt árið 2023.

„Markaðurinn virðist vera að ná sér aftur eftir sinn svokallaða týnda áratug þegar hann var vanmetinn og sá litla sem enga hreyfingu,“ segir Stephen Yong, fjármálaskipuleggjandi hjá Wealth Cantage Advisory.

Pólitísk vandamál og skortur á samkeppni innan efnahagsins voru sögð vera helsta ástæðan fyrir slæmu gengi malasíska hlutabréfamarkaðarins. Um 2010 sat Bursa Kuala Composite Index-vísitalan, sem samanstendur af 30 efstu fyrirtækjum landsins, í 1.500-1.900 stigum.

Árið 2018 fór markaðurinn að hrynja enn meir meðan þjóðin skipti um forsætisráðherra eins og nærföt. Árið 2019 sagði Bloomberg að Bursa væri versti stóri hlutabréfamarkaður í heimi.

Undanfarin misseri hafa markaðshorfur landsins hins vegar breyst til muna og hafa fyrirtæki eins og Nvidia, Google og Microsoft tilkynnt fleiri milljarða dala fjárfestingar í Malasíu. Skýrslur segja nú að sum svæði landsins, eins og Johor í suðurhluta Malasíu, séu að vaxa hraðar en mörg önnur svæði í Suðaustur-Asíu.