Samkvæmt greiningu Akkurs eru íslenskir hlutabréfasjóðir almennt yfirvigtaðir í Alvotech og undirvigtaðir í Arion banka, Íslandsbanka og JBT Marel.
Samantektin byggist á samsetningu sjóðanna um síðustu mánaðarmót en hafa vara í huga að vigt sjóðanna í JBTM lækkaði að öllum líkindum um áramótin vegna kaupa JBT á Marel.
Sjóðirnir birta lista yfir 10 stærstu eignir sínar í hverjum mánuði og má sjá að Alvotech myndar stóran hluta eignasafna helstu hlutabréfasjóða landsins.
Hlutabréf í Alvotech mynda um 30,7% af innlenda hlutabréfasjóði Kviku sem er um tæplega 13 milljarða króna að stærð. Þá er Alvotech um 27,7% af rúmlega tveggja milljarða sjóði Akta Stokkur og um 18,6% af SIV – Hlutabréf.
Heildarvirði eignasafna er um 90,9 milljarðar og myndar Alvotech um 15,6% af heildareignum íslenskra hlutabréfasjóða.
Í janúar í fyrra var hlutfallið nálægt 14% er fjárfestar biðu í ofvæni eftir að úttekt Matvæla- og lyfjaeftirlits Bandaríkjanna (FDA) á framleiðsluaðstöðu Alvotech.