Sam­kvæmt greiningu Akkurs eru ís­lenskir hluta­bréfa­sjóðir al­mennt yfir­vigtaðir í Al­vot­ech og undir­vigtaðir í Arion banka, Ís­lands­banka og JBT Marel.

Saman­tektin byggist á sam­setningu sjóðanna um síðustu mánaðar­mót en hafa vara í huga að vigt sjóðanna í JBTM lækkaði að öllum líkindum um áramótin vegna kaupa JBT á Marel.

Sjóðirnir birta lista yfir 10 stærstu eignir sínar í hverjum mánuði og má sjá að Al­vot­ech myndar stóran hluta eigna­safna helstu hluta­bréfa­sjóða landsins.

Hluta­bréf í Al­vot­ech mynda um 30,7% af inn­lenda hluta­bréfa­sjóði Kviku sem er um tæp­lega 13 milljarða króna að stærð. Þá er Al­vot­ech um 27,7% af rúm­lega tveggja milljarða sjóði Akta Stokkur og um 18,6% af SIV – Hluta­bréf.

Heildar­virði eigna­safna er um 90,9 milljarðar og myndar Al­vot­ech um 15,6% af heildar­eignum ís­lenskra hluta­bréfa­sjóða.

Í janúar í fyrra var hlut­fallið nálægt 14% er fjár­festar biðu í of­væni eftir að út­tekt Mat­væla- og lyfja­eftir­lits Bandaríkjanna (FDA) á fram­leiðslu­aðstöðu Al­vot­ech.