Töluverðar breytingar áttu sér stað í eignasöfnum íslensku hlutabréfasjóðanna í maí 2025.
Vægi líftæknilyfjafyrirtækisins Alvotech og Íslandsbanka jókst mest hjá sjóðunum. Á sama tíma og vægi Festi, Símans og Arion banka minnkaði.
Samkvæmtsamantekt Akkurs á mánaðarlegum breytingum í eignasöfnum tóku sjóðirnir markverða stöðu í Alvotech, sem hækkaði um heilar 3,4% að meðaltali milli mánaða í safni sjóðanna.
Sérstaklega jókst vægið hjá sjóðunum Kvika – Innlend hlutabréf (+6,2%), Akta Stokkur (+5,2%) og IS Hlutabréfasjóðnum (+4,3%).
Hafa ber í huga að gengi Alvotech hækkaði um 46% í mánuðinum.
Í lok mánaðar var Alvotech með 29,9% vægi í Kvika – Innlend hlutabréf á meðan vægi líftæknilyfjafélagsins í Akta Stokkur nam 28,6%.

Alvotech birti árshlutauppgjör í byrjun maímánaðar og hækkaði gengið töluvert í mánuðinum.
Viðsnúningur hefur þó orðið á gengi Alvotech í júnímánuði og hefur hlutabréfaverð félagsins lækkað um tæplega 25% í mánuðinum.
Vægi Íslandsbanka í eignasöfnum tíu stærstu sjóðanna hækkaði að meðaltali um 2,1%, með langmestu innstreymi frá Stefni – Arðgreiðslusjóði (+14,4%), sem var stærsta einstaka breytingin milli mánaða.
Á sama tíma minnkuðu sjóðirnir við stöður sínar í Festi, þar sem hlutfall Festi í eignasöfnum lækkaði um heilar 2,0% að meðaltali milli mánaða.
Mest dró úr eign Stefnis – Innlend hlutabréf Vogunar sem fækkaði hlutum sínum í Festi í safni um 2,4%. Landsbréf – Öndvegisbréf dró úr stöðu sinni í Festi um 5,2%.
Síminn var einnig undir söluþrýstingi, sérstaklega hjá Akta Stokki sem minnkaði stöðu sína um 3,0%, og hjá Stefni – Innlend hlutabréf um 0,5%.