Hluta­bréf í líf­tækni­lyfja­fyrir­tækinu Al­vot­ech hafa lækkað um 34% frá því að fé­lagið náði hæsta gildi sínu 26. febrúar. Gengi fé­lagsins féll um rúm 7% í um 417 milljón króna veltu í við­skiptum dagsins.

Dagsloka­gengi Al­vot­ech var 1620 krónur í dag en gengið stóð í 2450 krónum þann 26. febrúar, þegar fé­lagið gekk að til­boði frá hópi fag­fjár­festa í al­mennra hluta­bréfa í fé­laginu að verð­mæti um 22,8 milljarðar króna á genginu 2.250 krónur á hlut.

Hluta­bréf í líf­tækni­lyfja­fyrir­tækinu Al­vot­ech hafa lækkað um 34% frá því að fé­lagið náði hæsta gildi sínu 26. febrúar. Gengi fé­lagsins féll um rúm 7% í um 417 milljón króna veltu í við­skiptum dagsins.

Dagsloka­gengi Al­vot­ech var 1620 krónur í dag en gengið stóð í 2450 krónum þann 26. febrúar, þegar fé­lagið gekk að til­boði frá hópi fag­fjár­festa í al­mennra hluta­bréfa í fé­laginu að verð­mæti um 22,8 milljarðar króna á genginu 2.250 krónur á hlut.

Gengi fast­eigna­fé­lagsins Kalda­lóns lækkaði um tæp 4% í við­skiptum dagsins en aðal­fundur fé­lagsins fer fram á morgun þar sem ný stjórn verður kjörin.

Hluta­bréfa­verð Sjó­vá lækkaði einnig um tæp 4% í 162 milljón króna við­skiptum.

Hluta­bréfa­verð Icelandair, sem hækkaði um rúmt 3% í fyrstu við­skiptum eftir af­komu­spá, endaði daginn á að lækka um 1%. Dagsloka­gengi Icelandair var 1,06 krónur.

Marel var eina fé­lagið á aðal­markaði sem hækkaði í við­skiptum dagsins er gengi fé­lagsins fór upp um tæp 2% í 278 milljón króna veltu.

Úr­vals­vísi­talan OMXI 15 lækkaði um 1,2% og var heildar­velta á markaði 2,5 milljarðar.