Hluta­bréfa­verð Haga hækkaði fjórða við­skipta­daginn í röð í dag. Dagsloka­gengi fé­lagsins var 85,5 krónur eftir um 4% hækkun í 130 milljón króna veltu í dag.

Gengi Haga stóð í 70,3 krónum í byrjun maí og hefur hækkað um tæp 22% á tveimur mánuðum.

Sam­kvæmt árs­hluta­upp­gjöri, sem Hagar birtu síðast­liðinn föstu­dag, er gert ráð fyrir að EBITDA fé­lagsins verði á bilinu 13,8-14,3 milljarðar á rekstrar­árinu en fé­lagið hagnaðist um 850 milljónir á fyrsta fjórðungi.

Hluta­bréfa­verð Haga hækkaði fjórða við­skipta­daginn í röð í dag. Dagsloka­gengi fé­lagsins var 85,5 krónur eftir um 4% hækkun í 130 milljón króna veltu í dag.

Gengi Haga stóð í 70,3 krónum í byrjun maí og hefur hækkað um tæp 22% á tveimur mánuðum.

Sam­kvæmt árs­hluta­upp­gjöri, sem Hagar birtu síðast­liðinn föstu­dag, er gert ráð fyrir að EBITDA fé­lagsins verði á bilinu 13,8-14,3 milljarðar á rekstrar­árinu en fé­lagið hagnaðist um 850 milljónir á fyrsta fjórðungi.

Vöru­sala Haga nam 44 milljörðum króna á tíma­bilinu sem er um 6,2% meira en á sama tíma­bili í fyrra. Fram­legð fé­lagsins á fyrsta fjórðungi nam 9,5 milljörðum sem er hækkun úr 8 milljörðum árið áður.

Á sama tíma­bili hefur hluta­bréfa­verð Skaga sam­stæðunnar lækkað um 15% en gengi fé­lagsins stóð í 17,2 krónum fyrir tveimur mánuðum.

Dagsloka­gengi Skaga var 14,65 krónur eftir um 3% lækkun í við­skiptum dagsins en gengið hefur það ekki verið lægra á árinu.

Skagi, áður VÍS og Fossar, birti árs­hluta­upp­gjör í lok maí og nam hagnaður sam­stæðunnar nam 136 milljónum króna á fyrsta árs­fjórðungi, sem er um 41% sam­dráttur á milli ára þegar hagnaður sam­stæðunnar nam 229 milljónum.

Í árs­hluta­upp­gjöri fé­lagsins sagði fé­lagið að fjár­festingar­eignir væru að skila góðum fjár­festingar­tekjum en hærri fjár­magns­liðir sem hækka milli ára væru á­stæða lægri af­komu í saman­burði við fyrsta árs­fjórðung á síðasta ári.

Hluta­bréfa­verð Eim­skips hækkaði um 2% í við­skiptum dagsins í afar lítilli veltu en gengi gáma­flutninga­fé­lagsins hafði lækkað um rúm 5% síðustu tvær vikur þar á undan.

Dagsloka­gengi Eim­skips var 334 krónur.

Úr­vals­vísi­talan OMXI15 hækkaði um 0,43% í við­skiptum dagsins og var heildar­velta 1,5 milljarður.