Hluta­bréfa­verð Icelandair stendur í 0,88 krónum eftir rúma 4% lækkun í dag en gengi flug­fé­lagsins hefur lækkað um 60% síðast­liðið ár. Lægsta dagsloka­gengi Icelandair er 0,87 krónur þann 5. októ­ber 2020.

Skömmu fyrir kórónu­veirufar­aldurinn stóð gengi flug­fé­lagsins í 8,820 krónum og hefur gengið lækkað um 90% síðan þá.

Fyrir opnun markaðar í morgun greindi flug­fé­lagið frá far­þega­tölum fyrir júní mánuð en fé­lagið flutti 514 þúsund far­þega í mánuðinum sem eru um 1% færri far­þegar en í júní 2023.

Hluta­bréfa­verð Icelandair stendur í 0,88 krónum eftir rúma 4% lækkun í dag en gengi flug­fé­lagsins hefur lækkað um 60% síðast­liðið ár. Lægsta dagsloka­gengi Icelandair er 0,87 krónur þann 5. októ­ber 2020.

Skömmu fyrir kórónu­veirufar­aldurinn stóð gengi flug­fé­lagsins í 8,820 krónum og hefur gengið lækkað um 90% síðan þá.

Fyrir opnun markaðar í morgun greindi flug­fé­lagið frá far­þega­tölum fyrir júní mánuð en fé­lagið flutti 514 þúsund far­þega í mánuðinum sem eru um 1% færri far­þegar en í júní 2023.

„Far­þega­fjöldi okkar í júní var svipaður og í fyrra en eftir­spurn eftir ferðum til landsins hefur minnkað, saman­borið við síðasta ár. Nú sem fyrr höfum við nýtt sveigjan­leikann í leiða­kerfinu og lagt aukna á­herslu á tengi­far­þega en um helmingur far­þega okkar í júní eru tengi­far­þegar á leiðinni á milli Evrópu og Norður-Ameríku,“ sagði Bogi Nils Boga­son, for­stjóri Icelandair, í til­kynningunni.

Icelandair birti árs­upp­gjör í byrjun febrúar en fé­lagið skilaði hagnaði í fyrra í fyrsta sinn í sex ár. Icelandair hagnaðist um 1,5 milljarða króna eftir skatta á árinu 2023, saman­borið við 800 milljóna króna tap árið áður.

Gengi flug­fé­lagsins féll um 7% í fyrstu við­skiptum eftir upp­gjörið en þrátt fyrir á­gætis lausa­fjár­stöðu er fé­lagið tölu­vert skuld­sett.

Vaxta­berandi skuldir og leigu­skuld­bindingar fé­lagsins sam­kvæmt árs­reikningi námu alls 638,6 milljónum Banda­ríkja­dala sem sam­svarar 87,4 milljörðum króna á gengi dagsins. Skuldir flug­fé­lagsins jukust um 40,7 milljónir dala í fyrra sem var þó að mestu vegna flug­véla­tengdra fjár­festinga.

Eigið fé nam 288,3 milljónum dala í lok árs og var eigin­fjár­hlut­fall Icelandair 19%.

Icelandair birti upp­gjör fyrsta árs­fjórðungs í miðjum apríl­mánuði og greindi þar frá því að flug­fé­lagið hefði tapað yfir 8 milljörðum króna eftir skatta á sama tíma og heildar­tekjur á fyrsta árs­fjórðungi höfðu aldrei verið meiri í sögu fé­lagsins.

Í lok apríl fór gengi Icelandair undir 1 krónu og þar með undir út­boðs­gengið í hluta­fjár­út­boði Icelandair í septem­ber 2020 þar sem flug­fé­lagið sam­þykkti boð upp á 30 milljarða króna.

Líkt og þekkt er var mikil þátt­taka meðal al­mennings í um­ræddu út­boði og marg­faldaðist fjöldi hlut­hafa Icelandair að því loknu.