Hluta­bréfa­verð Kviku banka hækkaði um rúm 4% í hátt í 300 milljón króna veltu í dag. Dagsloka­gengi bankans var 14,4 krónur en gengið stóð hæst á árinu í 18 krónum í byrjun janúar.

Hluta­bréf í fast­eigna­fé­laginu Reitir hækkuðu einnig í dag er gengi fé­lagsins fór upp um 2% í 200 milljón króna veltu en fast­eigna­fé­lagið birtir árs­hluta­upp­gjör eftir lokun markaða í dag.

Gengi Reita hefur nú hækkað um rúm 6% síðast­liðna tíu daga.

Hluta­bréfa­verð Kviku banka hækkaði um rúm 4% í hátt í 300 milljón króna veltu í dag. Dagsloka­gengi bankans var 14,4 krónur en gengið stóð hæst á árinu í 18 krónum í byrjun janúar.

Hluta­bréf í fast­eigna­fé­laginu Reitir hækkuðu einnig í dag er gengi fé­lagsins fór upp um 2% í 200 milljón króna veltu en fast­eigna­fé­lagið birtir árs­hluta­upp­gjör eftir lokun markaða í dag.

Gengi Reita hefur nú hækkað um rúm 6% síðast­liðna tíu daga.

Hluta­bréfa fjöl­miðla- og fjar­skipta­fyrir­tækisins Sýnar lækkuðu um tæp 2% í við­skiptum dagsins en gengi Sýnar hefur nú lækkað um tæp 8% í maí­mánuði. Fé­lagið sendi frá sér nei­kvæða af­komu­við­vörun fyrir upp­gjör fyrsta árs­fjórðungs sem birtist í byrjun mánaðar en þar kom fram að fé­lagið tapaði 153 milljónum á tíma­bilinu.

Úr­vals­vís­talan OMXI 15 hækkaði um 0,36% í við­skiptum dagsins og var heildar­velta á markaði 2,5 milljarðar.