Hluta­bréfa­verð Nova lækkaði um 1,4% í 320 milljón króna við­skiptum í dag. Dagsloka­gengi fé­lagsins er 3,62 krónur sem er það lægsta í sögu fé­lagsins.

Nova fór á markað í lok júní 2022 en í al­mennu út­boði fyrir skráningu fé­lagsins bárust rúm­lega 5.000 á­skriftir að and­virði um 12 milljarða króna sem sam­svaraði tæp­lega tvö­faldri eftir­spurn.

Á­kveðið var að stækka út­boðið sem nemur um 20% í þágu á­skriftar­bókar A, sem náði til boða undir 20 milljónum króna.

Endan­legt út­boðs­gengi í báðum á­skriftar­bókum nam 5,11 krónum á hlut en gengið lækkaði strax um rúm 9% á fyrsta við­skipta­degi.

Hluta­bréfa­verð Nova lækkaði um 1,4% í 320 milljón króna við­skiptum í dag. Dagsloka­gengi fé­lagsins er 3,62 krónur sem er það lægsta í sögu fé­lagsins.

Nova fór á markað í lok júní 2022 en í al­mennu út­boði fyrir skráningu fé­lagsins bárust rúm­lega 5.000 á­skriftir að and­virði um 12 milljarða króna sem sam­svaraði tæp­lega tvö­faldri eftir­spurn.

Á­kveðið var að stækka út­boðið sem nemur um 20% í þágu á­skriftar­bókar A, sem náði til boða undir 20 milljónum króna.

Endan­legt út­boðs­gengi í báðum á­skriftar­bókum nam 5,11 krónum á hlut en gengið lækkaði strax um rúm 9% á fyrsta við­skipta­degi.

Hluta­bréfa­verð Nova hefur aldrei náð út­boðs­genginu og hefur virði þeirra hluta sem keyptir voru í út­boðinu lækkað um 29% miðað við dagsloka­gengið í dag.

Markaðs­virði Nova miðað við út­boðs­gengi var 19,5 milljarðar króna. Markaðs­virði fjar­skipta­fé­lagsins er rúmir 13 milljarðar í dag.

Banda­ríski fram­taks­sjóðurinn Pt Capi­tal eignaðist helmings­hlut í fé­laginu árið 2017 en keypti síðan eftir­standandi hluti Novator, fjár­festingar­fé­lags Björg­ólfs Thors Björg­ólfs­sonar, í ágúst árið 2021 og eignaðist þar með nærri allt hluta­fé fé­lagsins.

Fram­taks­sjóðurinn hefur síðan þá losað sig úr fé­laginu og seldi Nova Acqu­isition Holding, sjóður í stýringu Capi­tal, eftir­standandi 11,1% hlut sinn í Nova í apríl 2023. Gengið í við­skiptunum var 4,8 krónur og fékk sjóðurinn um 2 milljarðar.

Sam­kvæmt árs­hluta­upp­gjöri annars árs­fjórðungs hagnaðist Nova um 108 milljón krónur á fjórðungnum.

Heildar­tekjur voru 3,2 milljarðar og námu þjónustu­tekjur 2,5 milljörðum sem var 3,6% vöxtur milli ára. Eigin­fjár­hlut­fall var 40,2% í lok fjórðungsins og eigið fé nam 9,37 milljörðum króna.

„Nú þegar árið er hálfnað er gott að líta yfir stöðuna. Reksturinn er traustur. Heildar­tekjur eru svipaðar og á síðasta ári en þegar við kíkjum bak­sviðs sjáum við að Nova heldur á­fram að styrkja sig inn í fram­tíðina, sem er ein­mitt það sem við stefnum alltaf að. Vöru­salan hefur verið að dragast saman í krefjandi um­hverfi, sem hefur þó ekki á­hrif á rekstrar­hagnað. Þjónustu­tekjurnar aukast á móti og við­skipta­vinunum fjölgar,” sagði Margrét Tryggva­dóttir í upp­gjöri fé­lagsins.

Hluta­bréfa­verð Nova hækkaði í að­draganda upp­gjörsins og stóð í 3,9 krónum á upp­gjörs­degi. Gengið hefur lækkað um rúm 7% síðan þá, eða fyrir sína hluti.