Hluta­bréfa­verð líf­tækni­lyfja­fyrir­tækisins Ocu­lis, sem sér­hæfir sig í augn­sjúk­dómum, hefur hækkað um 14% á fimm við­skipta­dögum í októ­ber­mánuði.

Gengi fé­lagsins hækkaði um 9% í um 451 milljón króna við­skiptum í dag.

Dagsloka­gengi Ocu­lis var 1.870 krónur og hefur gengið ekki verið hærra síðan Ocu­lis var skráð á aðal­markað í lok apríl.

Fé­lagið fór sam­hliða skráningu í 59 milljóna dala hluta­fjár­aukningu, sem sam­svaraði 8,2 milljörðum ís­lenskra króna.

Út­boðs­gengið var 11,75 dalir og var dagsloka­gengið eftir fyrsta við­skipta­dag 1,690 krónur.

Von á niðurstöðum og FDA leyfi

Ocu­lis var stofnað af Einari Stefáns­syni, prófessor í augn­lækningum, og Þor­steini Lofts­syni, prófessor í lyfja­fræði, fyrir tuttugu árum. Tækni Ocu­lis byggir á nanó­ögnum, gerðum úr sýklódextrín-sam­eindum, sem nýttar eru til að auka leysan­leika augn­lyfja og gefa lengri virkni.

Sam­kvæmt þeim markaðs­aðilum sem Við­skipta­blaðið ræddi við í dag vegna gengis­hækkunar Ocu­lis var engin ein út­skýring sem var talin bera á­byrgð á hækkunum fé­lagsins síðustu daga.

Oculis fundaði með Matvæla- og lyfjaeftirliti Bandaríkjanna (FDA) til undirbúnings umsóknar um markaðsleyfi á OCS-01, gefnu einu sinni á dag til meðferðar við bólgu og verkjum eftir augnaðgerðir, í ágúst. Samkvæmt félaginu veitti fundurinn skýra leið að umsókn um markaðsleyfi á fyrsta ársfjórðungi 2025.

Í árs­hluta­upp­gjöri annars árs­fjórðungs var greint frá því að fé­lagið hefði lokið við fasa 2 ACUITY-rann­sóknina á OCS-05 til með­höndlunar á sjóntauga­bólgu.

Líf­tækni­lyfja­fé­lagið á­ætlar að birta fyrstu niður­stöður á fjórða árs­fjórðungi 2024 en vonir eru bundnar við að OCS-05 geti hjálpað til við með­höndlun á hrörnun eða rýrnun tauga­vefs í auga.

Líf­tækni­lyfja­fé­lagið birtir árs­hluta­upp­gjör þriðja árs­fjórðungs eftir rúman mánuð.

Gengi Play tekur stökk í örviðskiptum

Hluta­bréfa­verð flug­fé­lagsins Play leiddi hækkanir á aðal­markaði er gengi fé­lagsins fór upp um rúm 12% í ör­við­skiptum. Dagsloka­gengi Play var 2 krónur.

Gengi Icelandair hækkaði um rúm 4% í 230 milljón króna við­skiptum og var dagsloka­gengið 1,17 krónur.

Flug­fé­lögin birtu far­þega­tölur eftir lokun markaða í dag.

Gengi Amaroq ekki hærra síðan í mars

Hluta­bréfa­verð Amaroq hækkaði síðan um rúm 7% en líkt og Við­skipta­blaðið greindi frá í morgun stækkaði Eldur Ólafs­son, stofnandi og for­stjóri Amaroq, hlut sinn í fé­laginu fyrir helgi.

Eldur keypti 300 þúsund hluti í fé­laginu síðast­liðinn föstu­dag en sam­kvæmt kaup­hallar­til­kynningu á Eldur núna rúm­lega 9,5 milljón hluti í fé­laginu sem sam­svarar um 2,9% eignar­hlut.

Markaðs­virði eignar­hlutar Elds, miðað við dagsloka­gengi föstu­dagsins, er 1,2 milljarðar króna.

Dagsloka­gengi Amaroq var 140 krónur og hefur gengið ekki verið hærra síðan í mars.

Úr­vals­vísi­talan OMXI15 hækkaði um 2,18% og var heildar­velta á markaði 3,8 milljarðar.