Gengi Oculis hækkaði um rúm 2% í tæplega milljarða króna veltu í viðskiptum dagsins. Dagslokagengi félagsins var 2.470 krónur en gengið hefur aldrei verið hærra síðan félagið fór á markað í apríl í fyrra.
Gengi Oculis hefur nú hækkað um rúm 15% síðastliðinn mánuð en samkvæmt árshlutauppgjöri þriðja ársfjórðungs býst Oculis við því að sækja um markaðsleyfi hjá Matvæla- og lyfjaeftirliti Bandaríkjanna (FDA) fyrir OCS-01 nú á fyrsta fjórðungi 2025.
OCS-01 eru augndropar til meðferðar við bólgu og verkjum eftir augnaðgerðir en droparnir eru sagðir byltingarkenndir og er Oculis með einkaleyfi á framleiðslu þeirra til ársins 2040.
Hlutabréfaverð Sjóvá hækkaði einnig í viðskiptum dagsins er gengi félagsins fór upp um 2% í tæplega 370 milljóna króna veltu.
Sýn og Iceland Seafood International leiddu lækkanir á aðalmarkaði er gengi beggja félaga fór niður um rúmlega 1% í örviðskiptum.
Heildarvelta á markaði var 5,7 milljarðar og fór úrvalsvísitalan OMXI 15 upp um 0,04%