Gengi Öl­gerðarinnar hefur lækkað um rúm 4% í fyrstu við­skiptum eftir að fé­lagið birti árs­hluta­upp­gjör eftir lokun markaða í gær.

Gengið stendur í 16,1 krónu og hefur ekki verið lægra síðan um miðjan janúar. Á sama tíma hafa Hagar og Festi verið að lækka í fyrstu við­skiptum en fyrr­nefnda fé­lagið birtir upp­gjör í næstu viku.

Í árs­hluta­upp­gjöri Öl­gerðarinnar kom fram að hagnaður fé­lagsins á fyrstu sex mánuðum ársins nam 1,4 milljörðum króna sem er lækkun úr 2,2 milljörðum á milli ára.

Í fyrra voru tekju­færðar 386 milljóna króna ein­skiptis­tekjur vegna hækkunar á hlut Öl­gerðarinnar í Iceland Spring sem er nú orðið dóttur­fé­lag. Hlut­deildar­tekjur lækkuðu því um 372 milljónir á fyrstu sex mánuðum fjár­hags­ársins í ár sem 1. mars 2024 – 31. ágúst 2024.

Á tíma­bilinu jókst vöru­sala um 0,6% og fram­legð hækkaði um 1,1% miðað við sama tíma­bil í fyrra.

EBITDA fé­lagsins nam 2,7 milljörðum króna á fyrri árs­helmingi saman­borið við 3,09 milljarða í fyrra sem jafn­gildir um 12% lækkun á milli ára.

Öl­gerðin á­kvað í kjöl­farið að lækka af­komu­spá fé­lagsins fyrir árið úr 5,1 til 5,5 milljörðum í 4,9 til 5,3 milljarða. Sam­kvæmt upp­færðri spá eru horfur á minni um­svifum á seinni hluta fjár­hags­ársins.

„Árs­fjórðungurinn litast af breyttum ytri að­stæðum sem skýrist aðal­lega af minni neyslu er­lendra ferða­manna og Ís­lendinga al­mennt. Sam­dráttur var í seldum lítrum til hótela, veitinga­staða og skyndi­bita­staða. Vel hefur gengið að halda aftur af ýmsum kostnaðar­þáttum á árs­fjórðungnum og stóð sölu- og markaðs­kostnaður og annar rekstrar­kostnaður nokkurn veginn í stað milli ára þrátt fyrir að um það bil 80 milljónum hafi verið varið í markaðs­starf vegna Collab á er­lendum mörkuðum,“ segir í upp­gjöri Öl­gerðarinnar.

Gengi­stap á árs­fjórðungnum jókst um 114 milljónir króna á milli ára sem er vegna á­hrifa veikingar krónunnar á móti evru á við­skipta­skuldir sam­stæðunnar.

Hlut­deildar­tekjur lækkuðu um 2 milljónir og hrein vaxta­gjöld um 79 milljónir milli tíma­bila sem Ölgerðin segir stafa bæði af lægri skuld­setningu en á sama tíma­bili í fyrra og einnig hag­stæðari fjár­mögnunar­kjörum á víxla­markaði.

Eignir félagsins námu tæplega 32 milljörðum króna í lok tímabilsins og hækkuðu um 1,2 milljarða frá árslokum 2023. Eigið fé jókst um 250 milljónir og nam 15,3 milljörðum. Eiginfjárhlutfall lækkaði um 1,2% og nam 47,9%.