Hluta­bréf fast­eignafélagsins Reita hafa hækkað um tæp 6% í 140 milljón króna við­skiptum í dag.

Gengi félagsins stendur í 113 krónum á hlut þegar þetta er skrifað sem sam­svarar tæp­lega 10% hækkun síðastliðinn mánuð.

Reitir birtu árs­hluta­upp­gjör fyrsta árs­fjórðungs eftir lokun markaða í dag sem sýndi um 10% tekju­vöxt milli ára.

Sam­kvæmt upp­gjörinu námu leigu­tekjur félagsins 4.305 milljónum króna á fyrsta fjórðungi ársins 2025, saman­borið við 3.921 milljón króna á sama tíma­bili árið áður. Það sam­svarar 9,8% aukningu.

Rekstrar­hagnaður fyrir mats­breytingar var 2.801 milljón króna og jókst um 10,2% á milli ára.

Að teknu til­liti til mats­breytinga nam hagnaður tíma­bilsins 1.094 milljónum króna, saman­borið við 2.536 milljónir á fyrsta fjórðungi 2024.

Félagið fjár­festi fyrir þrjá milljarða króna á fjórðungnum og hefur þegar fjár­fest fyrir sam­tals 5,2 milljarða það sem af er