Hlutabréfaverð Símans hefur hækkað um 4% síðustu þrjá viðskiptadaga og var dagslokagengið 9,55 krónur eftir um 120 milljón króna viðskipti í dag.
Greint var frá því í lok júní að Orri Hauksson forstjóri Símans muni láta af störfum í sumarlok og María Björk Einarsdóttir, sem nú starfar sem fjármálastjóri Eimskips, muni taka við keflinu.
Þegar María Björk tekur við störfum verða fjórar konur forstjórar í skráðum félögum í Kauphöllinni. Margir hafa haft áhyggjur af þeirri staðreynd undanfarin ár.
Gengi Sýnar hélt áfram að hækka í dag en hlutabréfaverð fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtækisins hefur hækkað um 6% síðastliðinn mánuð eftir töluverðar lækkanir fyrr á árinu. Gengi félagsins hefur lækkað um 25% það sem af er ári.
Hlutabréfaverð fasteignafélagsins Heima hækkaði einnig þriðja viðskiptadaginn í röð. Dagslokagengi Heima var 24,6 krónur eftir um 2,5% hækkun í dag.
Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,55% og var heildarvelta á markaði 2,6 milljarðar.