Hluta­bréfa­verð Símans hefur hækkað um 4% síðustu þrjá við­skipta­daga og var dagsloka­gengið 9,55 krónur eftir um 120 milljón króna við­skipti í dag.

Greint var frá því í lok júní að Orri Hauks­son for­stjóri Símans muni láta af störfum í sumar­lok og María Björk Einars­dóttir, sem nú starfar sem fjár­mála­stjóri Eim­skips, muni taka við keflinu.

Þegar María Björk tekur við störfum verða fjórar konur for­stjórar í skráðum fé­lögum í Kaup­höllinni. Margir hafa haft á­hyggjur af þeirri stað­reynd undan­farin ár.

Hluta­bréfa­verð Símans hefur hækkað um 4% síðustu þrjá við­skipta­daga og var dagsloka­gengið 9,55 krónur eftir um 120 milljón króna við­skipti í dag.

Greint var frá því í lok júní að Orri Hauks­son for­stjóri Símans muni láta af störfum í sumar­lok og María Björk Einars­dóttir, sem nú starfar sem fjár­mála­stjóri Eim­skips, muni taka við keflinu.

Þegar María Björk tekur við störfum verða fjórar konur for­stjórar í skráðum fé­lögum í Kaup­höllinni. Margir hafa haft á­hyggjur af þeirri stað­reynd undan­farin ár.

Gengi Sýnar hélt á­fram að hækka í dag en hluta­bréfa­verð fjar­skipta- og fjöl­miðla­fyrir­tækisins hefur hækkað um 6% síðast­liðinn mánuð eftir tölu­verðar lækkanir fyrr á árinu. Gengi fé­lagsins hefur lækkað um 25% það sem af er ári.

Hluta­bréfa­verð fast­eigna­fé­lagsins Heima hækkaði einnig þriðja við­skipta­daginn í röð. Dagsloka­gengi Heima var 24,6 krónur eftir um 2,5% hækkun í dag.

Úr­vals­vísi­talan hækkaði um 0,55% og var heildar­velta á markaði 2,6 milljarðar.