Við­snúningur varð á gengi Skaga sam­stæðunnar í við­skiptum dagsins er hluta­bréfa­verð fé­lagsins hækkaði um rúm 4% í um 140 milljón króna veltu.

Fyrir við­skipti dagsins hafði gengi Skaga lækkað um 15% síðast­liðna tvo mánuði en fé­lagið birti árs­hluta­upp­gjör í lok maí sem sýndi 41% hagnaðar­sam­drátt milli ára.

Í árs­hluta­upp­gjöri fé­lagsins sagði að fjár­festingar­eignir væru að skila góðum fjár­festingar­tekjum en fjár­magns­liðir hækka milli ára sem væri á­stæða þess að af­koman væri lægri í saman­burði við fyrsta árs­fjórðung á síðasta ári.

Við­snúningur varð á gengi Skaga sam­stæðunnar í við­skiptum dagsins er hluta­bréfa­verð fé­lagsins hækkaði um rúm 4% í um 140 milljón króna veltu.

Fyrir við­skipti dagsins hafði gengi Skaga lækkað um 15% síðast­liðna tvo mánuði en fé­lagið birti árs­hluta­upp­gjör í lok maí sem sýndi 41% hagnaðar­sam­drátt milli ára.

Í árs­hluta­upp­gjöri fé­lagsins sagði að fjár­festingar­eignir væru að skila góðum fjár­festingar­tekjum en fjár­magns­liðir hækka milli ára sem væri á­stæða þess að af­koman væri lægri í saman­burði við fyrsta árs­fjórðung á síðasta ári.

Skagi mun birta árs­hluta­upp­gjör annars árs­fjórðungs í lok mánaðar.

Hluta­bréfa­verð Ís­lands­banka hefur einnig tekið við sér á ný en gengi bankans hefur nú hækkað um 5% í júlí­mánuði eftir 8% lækkun síðustu tvo mánuði á undan.

Dagsloka­gengi Ís­lands­banka nam 99,8 krónum á hlut eftir um 123 milljón króna við­skipti.

Mesta veltan var með bréf Festi en um hálf þrjú í dag fóru í gegn tæp­lega 2,6 milljarða króna við­skipti með bréf fé­lagsins. Velta með bréf Festi var því um 67% af allri veltu á markaðinum í dag.

Gengið í við­skiptunum var 208 krónur en hluta­bréfa­verð Festi hækkaði um 1,46% í dag og lokaði í 209 krónum.

Hluta­bréfa­verð Festi hefur hækkað um 10% síðast­liðinn mánuð.

Úr­vals­vísi­talan OMXI15 hækkaði og var heildar­velta á markaði 3,9 milljarðar.