Hluta­bréfa­verð Sýnar lækkaði um 6% í um hátt í 300 milljón króna við­skiptum í dag en gengið hefur nú lækkað um 21% frá því að fjöl­miðla- og fjar­skipta­fé­lagið sendi frá sér nei­kvæða af­komu­við­vörun fyrir mánuði síðan.

Dagsloka­gengi Sýnar var 37,4 krónur en gengið stóð í 47,6 fyrir af­komu­við­vöruna í lok apríl.

Sýn birti árs­hluta­upp­gjör í byrjun maí en þar kom fram að fé­lagið tapaði 153 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi samanborið við 213 milljóna hagnað á sama tímabili í fyrra.

Hluta­bréfa­verð Sýnar lækkaði um 6% í um hátt í 300 milljón króna við­skiptum í dag en gengið hefur nú lækkað um 21% frá því að fjöl­miðla- og fjar­skipta­fé­lagið sendi frá sér nei­kvæða af­komu­við­vörun fyrir mánuði síðan.

Dagsloka­gengi Sýnar var 37,4 krónur en gengið stóð í 47,6 fyrir af­komu­við­vöruna í lok apríl.

Sýn birti árs­hluta­upp­gjör í byrjun maí en þar kom fram að fé­lagið tapaði 153 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi samanborið við 213 milljóna hagnað á sama tímabili í fyrra.

Hluta­bréf líf­tækni­lyfja­fyrir­tækisins Al­vot­ech hækkaði um rúm 2% í hátt í milljarðs króna veltu en fé­lagið birti árs­hluta­upp­gjör eftir lokun markaða í gær.

Sam­kvæmt upp­gjörinu býst Al­vot­ech við því tekjur muni fimm­faldast á milli ára en fyrir­tækið tapaði engu að síður 30 milljörðum á fyrsta fjórðungi.

Gengi fast­eigna­fé­lagsins Kalda­lóns leiddi til hækkana á aðal­markaði. Hluta­bréfa­verð Kalda­lóns hækkaði um 4% í tæp­lega 700 milljón króna við­skiptum.

Úr­vals­vísi­talan OMXI 15 lækkaði um 0,26% og var heildar­velta á markaði 5,1 milljarður.