Helstu hluta­bréfa­vísi­tölur Banda­ríkjanna lækkuðu ör­lítið í gær eftir annars vegar afar öflugan nóvember­mánuð. S&P 500 vísi­talan lækkaði um 0,2%, Dow Jones fór niður um 57 punkta eða 0,2% á meðan Nas­daq vísi­talan, þar sem tækni­fyrir­tækin eru þunga­miðjan, lækkaði um 0,1%.

Markaðurinn var lokaður á fimmtu­daginn vegna þakkar­gjörðar­há­tíðarinnar og að­eins opinn til há­degis á föstu­deginum.

Helstu hluta­bréfa­vísi­tölur Banda­ríkjanna lækkuðu ör­lítið í gær eftir annars vegar afar öflugan nóvember­mánuð. S&P 500 vísi­talan lækkaði um 0,2%, Dow Jones fór niður um 57 punkta eða 0,2% á meðan Nas­daq vísi­talan, þar sem tækni­fyrir­tækin eru þunga­miðjan, lækkaði um 0,1%.

Markaðurinn var lokaður á fimmtu­daginn vegna þakkar­gjörðar­há­tíðarinnar og að­eins opinn til há­degis á föstu­deginum.

Allar þessar vísi­tölur eru þó á enn að eiga sinn besta mánuð á árinu sam­kvæmt The Wall Street Journalen fjár­festar vestan­hafs lifa í þeirri trú að stýri­vextir seðla­bankans hafi náð há­marki og eru margir hverjir að veðja á stýri­vaxta­lækkun í vor.

Að mati greiningar­aðila sem WSJ ræddi við er ekki hægt að lesa of mikið í lækkun gær­dagsins heldur er markaðurinn einungis að jafna sig eftir að hafa verið á stöðugri upp­leið síðustu þrjár vikur.

S&P500 vísi­talan hefur hækkað um 9% síðast­liðinn mánuð, Dow Jones um 7,3% og Nas­daq um 11,3%