Hlutafé Arcus Invest, fjárfestingarfélags Þorvaldar Gissurarsonar, eiganda og forstjóra ÞG Verks, var aukið um milljarð króna undir lok síðasta árs.

Fyrir hlutafjáraukninguna nam hlutafé félagsins hálfum milljarði króna að nafnverði en nemur nú 600 milljónum að nafnverði.

Þorvaldur hefur að undanförnu fjárfest í auknum mæli í skráðum félögum. Þannig rataði Arcus Invest á dögunum á lista yfir 20 stærstu hluthafa Reita, en félagið fer með 7,4 milljónir hluta að nafnvirði, sem jafngildir 1% eignarhlut. Markaðsvirði hlutsins nemur um 820 milljónum króna þegar þessi grein er skrifuð.

Þá hefur Þorvaldur byggt upp stöðu í Sýn og fer með 3,82% eignarhlut í félaginu. Arcus Invest er þá 16. stærsti hluthafi Icelandair, fer með 0,9% hlut sem er um hálfur milljarður króna að markaðsvirði, og fer með 1,43% hlut í Stoðum.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.