Hlutafé Icelandic Food Company (IFC), dótturfélags Krónunnar, var aukið um 100 milljónir króna á dögunum, úr 75 milljónum króna í 175 milljónir króna.

Krónan keypti alla hluti í félaginu undir lok árs 2022 í kjölfar samkomulags um kaup Kaupfélags Skagfirðinga og Háa Kletts á Gleðipinnum.

Áður átti Festi, móðurfélag Krónunnar, 45% hlut í IFC á móti 45% hlut Gleðipinna.

IFC, sem hóf starfsemi í nóvember 2019, framleiðir matvæli fyrir verslanir Krónunnar. Má þar nefna tilbúna fiskrétti undir merkjum Fiskverzlunar Hafliða, kjúklingarétti undir merkjum Rotisserie og kjötrétti undir merkjum Matseðils.

Félagið velti 967 milljónum króna á rekstrarárinu 2023, samanborið við 825 milljóna króna veltu árið áður. Tapaði félagið tæplega 107 milljónum króna á árinu samanborið við 90 milljóna tap árið áður.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kom út í vikunni. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.