Íslensk erfðagreining hagnaðist um 10,2 milljónir bandaríkjadala á síðasta ári, rúmlega 1,3 milljarða króna, á gengi dagsins, og var afkoman tífalt betri en árið áður.
Tekjur jukust á árinu um 45 milljónir dala og námu 159,6 milljónum. Eignir lækkuðu um tæpar 24 milljónir, námu 120 milljónum, en skuldir 67 milljónum.
Hlutafé var lækkað um 82,6 milljónir dala að nafnvirði, jafnt 10,9 milljörðum króna á gengi síðasta árs, í fyrra. Kári Stefánsson er forstjóri félagsins.