Hlut­hafar Eikar fast­eigna­fé­lags hf. sam­þykktu heimild stjórnar til að undirrita sam­runa­samning við Reiti fast­eigna­fé­lag hf. með 83,88% at­kvæða sem farið var með á fundinum.

Hlut­hafa­fundurinn fór fram í gær­kvöldi en stjórn Eikar lagði fyrir hlut­hafa að hafna val­frjálsu yfir­töku­til­boði Regins í allt hluta­fé fé­lagsins. Að mati stjórnarinnar var hlut­fall hlut­hafa Eikar í Reginn sam­kvæmt til­boðinu ó­sann­gjarnt.

Arcti­ca Finance veitti stjórn Eikar ráð­gjöf en að þeirra mati væri sann­gjarnt hlut­fall hlut­hafa Eikar 50,6% á móti 49,4% hlut­falli hlut­hafa Regins, miðað við 6,2% fjár­magns­kostnað hjá báðum fé­lögum.

Reginn hækkaði til­boðs­verðið úr 0,452 hlutum í 0,489 hluti rétt fyrir fundinn sem sam­svarar 48% út­gefins hluta­fjár í Reginn en það dugði ekki til.

Stjórn Eikar og stjórn Reita til­kynntu hófu sam­runa­við­ræður í sumar en stjórn Eikar hefur nú skýra heimild til að ljúka þeim frá hlut­höfum.

„Hlut­hafa­fundur Eikar fast­eigna­fé­lags hf. sam­þykkir að stjórn fé­lagsins sé heimilt að gera sam­runa­samning við Reiti fast­eigna­fé­lag hf. þar sem fram koma helstu skil­málar og for­sendur sam­runa við Reiti fast­eigna­fé­lag hf.

Að öðru leyti en greinir sér­stak­lega í sam­þykki þessu skal stjórn fé­lagsins heimilt að semja um efni sam­runa­samningsins sem og sam­runa­á­ætlunar og annarra sam­runa­gagna sam­kvæmt lögum um hluta­fé­lög sem mynda skulu ó­rjúfan­legan hluta sam­runa­samningsins,” segir í fundar­gerð.

„Stjórn skal ein­göngu heimilt að undir­rita sam­runa­gögn á grund­velli sam­runa­samningsins ef fyrir liggur að yfir­töku­til­boð Regins hf. í fé­lagið hafi ekki verið sam­þykkt af til­skildum meiri­hluta hlut­hafa,” segir það enn fremur.

Stjórn Eikar mun lögum samkvæmt þurfa að leggja samrunasamningin við Reiti fyrir hluthafa til endanlegrar ákvörðunar.

Starfsfólk Eikar mótfallið tilboði Regins

Í grein­gar­gerð sem stjórn Eikar lagði fyrir hlut­hafa á fundinum var einnig að finna álit starfs­manna fé­lagsins sem voru mót­fallnir yfir­töku­til­boði Regins.

„Yfir­töku­til­boðið veldur því að margir upp­lifa ótta við að missa starf sitt, annars konar ó­vissu, svo sem vegna til­færslu starfs­stöðvar, og aukið álag,” segir í áliti starfsfólks Eikar sem fylgir greinargerð stjórnarinnar til hluthafa.

Að mati starfs­manna hafa fjöldi verk­efna tafist eða stöðvast vegna þess á­lags sem hefur fylgt yfir­töku­til­boðinu.

„Innan fé­lagsins starfar sam­heldinn hópur með ríka vinnu­staðar­menningu og starfs­fólki líst al­mennt illa á að henni verði stokkað upp og hópnum tvístrað,” segir þar enn fremur.

Enginn önnur mál voru á dag­skrá hluthafafundarins og var honum slitið rúmum klukku­tíma eftir að hann hófst.