Val­frjálst yfir­töku­til­boð John Bean Technologies í allt hluta­fé Marels var aug­lýst opin­ber­lega í Morgun­blaðinu í morgun.

Sam­kvæmt aug­lýsingunni hefst til­boðið þann 24. júní 2024 og rennur út kl. 17:00 að ís­lenskum tíma þann 2. septem­ber en hægt er að fram­lengja slíka dag­setningu á hverjum tíma sam­kvæmt við­skipta­samningi sem til­boðs­gjafi, JBT og Marel gerðu með sér í apríl.

Val­frjálst yfir­töku­til­boð John Bean Technologies í allt hluta­fé Marels var aug­lýst opin­ber­lega í Morgun­blaðinu í morgun.

Sam­kvæmt aug­lýsingunni hefst til­boðið þann 24. júní 2024 og rennur út kl. 17:00 að ís­lenskum tíma þann 2. septem­ber en hægt er að fram­lengja slíka dag­setningu á hverjum tíma sam­kvæmt við­skipta­samningi sem til­boðs­gjafi, JBT og Marel gerðu með sér í apríl.

Líkt og áður hefur komið fram bjóðast hlut­höfum 3,60 evrur á hvern hlut. Hlut­hafar geta valið milli þess að fá:

  1. Að fá greiddar 3,60 evrur í reiðufé.
  2. Að fá afhenta 0,0265 hluti í JBT og 1,26 evrur í reiðufé.
  3. Fá afhenta 0,0407 hluti í JBT.

Miðað er við við­miðunar­gengi á hvern hlut í JBT upp á 96,25 Banda­ríkja­dali og er fast skipti­gengi evru og krónu 149,5.

Rétt er að taka fram að aðeins 950 milljónir evra skiptast á milli allra þeirra hluthafa sem óska eftir því að fá reiðufé.

Eftir að því hefur verið skipt niður pro rata á þá hluthafa sem eftir því óska, verður toppað upp með hlutabréfum í JBT.

Vegið meðaltal full endurgjalds JBT fyrir allt hlutafé í Marel verður því samsett af 35% í formi reiðufjár og 65% í formi afhentra hlutabréfa í JBT.

Gengi JBT á uppleið

Sam­kvæmt út­reikningum Við­skipta­blaðsins, miðað við núverandi gengi JBT í Kaup­höllinni í New York, fá hlut­hafar hæstu krónu­tölu fyrir sinn hlut með því að óska eftir hlutum í hinu sam­einaða fé­lagi.

Nú­verandi gengi Marel í Kaup­höllinni er 506 krónur á hlut og nú­verandi gengi JBT er 100,5 dalir á hlut. Gengi JBT hefur hækkað um 8% síðastliðinn mánuð.

Á fasta skipti­genginu fá hlut­hafar 538 krónur fyrir hvern hlut með því að velja fyrsta val­mögu­leikann.

Með því að reikna með nú­verandi hluta­bréfa­verði JBT fá hlut­hafar 554 krónur fyrir hlut með því að velja val­mögu­leikann tvo en um 561 krónur á hlut með því að taka við hlutum í sameinaða félaginu (að því gefnu að gengið haldist óbreytt).

Í til­boðs­aug­lýsingunni segir að sam­þykkir hlut­hafar geti valið að fá JBT-til­boðs­bréfin skráð annað­hvort í (i) NYSE eða (ii) Nas­daq Iceland (háð sam­þykki á tví­skráningu) og ef ekkert sér­stakt er valið, skulu sam­þykkir hlut­hafar fá JBT-til­boðs­bréfin skráð í NYSE.

„Sam­þykkir hlut­hafar sem velja að fá greiðslur eins og lýst er í (i) að ofan munu ein­göngu fá JBT-til­boðs­bréfin ef hlut­föllunar­ferlið sem lýst er í til­boðs­yfir­litinu og lýsingunni leiðir til þess að slíkir sam­þykkir hlut­hafar fái sam­bland af reiðu­fé og JBT-til­boðs­bréfum. Val mun verða háð hlut­föllunar­ferlinu, eins og við á, eins og lýst er í til­boðs­yfir­litinu og lýsingunni, þannig að hlut­hafar munu fá við upp­gjör til­boðsins (að því gefnu að 100% hlut­hafa sam­þykki til­boðið) saman­lagða fjár­hæð sem nemur um það bil 950 milljónum evra í reiðu­fé og um það bil 38% eignar­hlut í sam­einuðu fé­lagi,” segir í til­kynningunni.

© Skjáskot (Skjáskot)