Framleiðslufyrirtækið Rotovia á rætur að rekja til ársins 1984 þegar Sæplast hóf rekstur á Dalvík. Félagið veltir í dag 21 milljarði á ári og rekur tíu verksmiðjur í sjö löndum.

Daði Valdimarsson, forstjóri Rotovia, segir að þó að félagið sé vissulega að framleiða hluti úr plasti, séu vörurnar unnar úr endurnýtanlegum efnum og endast vörur félagsins lengur en margar aðrar iðnaðarvörur.

Framleiðslufyrirtækið Rotovia á rætur að rekja til ársins 1984 þegar Sæplast hóf rekstur á Dalvík. Félagið veltir í dag 21 milljarði á ári og rekur tíu verksmiðjur í sjö löndum.

Daði Valdimarsson, forstjóri Rotovia, segir að þó að félagið sé vissulega að framleiða hluti úr plasti, séu vörurnar unnar úr endurnýtanlegum efnum og endast vörur félagsins lengur en margar aðrar iðnaðarvörur.

„Í hverfissteypunni erum við að steypa hluti sem eru með langan líftíma og að langstærstu leyti úr pólýetýlen, sem er að fullu endurnýtanlegt. Vara sem fer út úr verksmiðju okkar í dag endar líftíma sinn eftir 15-30 ár. Að líftímanum loknum er í flestum tilvikum hægt að taka vöruna og endurvinna hana og búa til ný hráefni úr henni. Þannig getum við notað endurunnið hráefni úr vörum sem við settum á markað fyrir um tuttugu árum síðan. Yfirleitt eru vörurnar okkar að vinna með umhverfinu frekar en á móti. Plasttankar sem við framleiðum fyrir bílaframleiðendur gera ökutækin t.a.m. léttari í samanburði ef þau myndu nota stáltanka. Þ.a.l. fer minni orka í að knýja ökutækið áfram. Við lítum því á okkur sem hluta af lausninni frekar en vandamálinu. Á sama tíma gerum við okkur grein fyrir því að við þurfum að huga vel að því að missa ekki plastmengun í umhverfið þar sem verksmiðjur okkar eru og taka þátt í því stóra verkefni að hámarka endurvinnslu á þeim vörum sem við setjum á markað.“

Aukin sjálfvirknivæðing

Efnahagskerfið í Evrópu hefur verið að hiksta að undanförnu og segir Daði félagið finna fyrir því eins og aðrir. „Ég hef starfað lengi í þessum geira og við höfum farið í gegnum ýmsar sveiflur í gegnum tíðina. Þörfin eftir okkar vörum mun ekki fara, þó hún hliðrist eitthvað til, og ég er bjartsýnn fyrir framtíðinni.“

Hann segir það áskorun til framtíðar að manna stöður í framleiðslunni. „Það er töluverð handavinna í þessari framleiðslu og slík störf er alltaf erfiðara að manna, og við höfum brugðist við því með aukinni sjálfvirkni. Það er ekki vegna þess að við viljum segja upp fólki, heldur af því að við sjáum til framtíðar að það verður erfitt að fá fólk.“

Við­tal við Daða birtist í Við­skipta­blaðinu sem kom út í vikunni. Á­skrif­endur geta lesið við­talið hér.