Eignarhlutur ríkissjóðs í Íslandsbanka hefur stækkað um tæplega 1,1%, ef leiðrétt er fyrir eigin hlutum bankans, frá því að hann hóf endurkaup í fyrra. Eignarhlutur ríkisins á þennan mælikvarða og þar af atkvæðiríkissjóðs hefur þú stækkað úr 42,5% í 43,6%.

Eignarhlutur ríkissjóðs í Íslandsbanka hefur stækkað um tæplega 1,1%, ef leiðrétt er fyrir eigin hlutum bankans, frá því að hann hóf endurkaup í fyrra. Eignarhlutur ríkisins á þennan mælikvarða og þar af atkvæðiríkissjóðs hefur þú stækkað úr 42,5% í 43,6%.

Ríkissjóður seldi 57,5% hlut í Íslandsbanka í tveimur lotum fyrir 108 milljarða króna á árunum 2021 og 2022. Ríkissjóður átti því 42,5% hlut í bankanum að loknu lokuðu útboði Bankasýslu ríkisins á eignarhlut ríkisins í bankanum í mars 2022.

Íslandsbanki hóf endurkaup á eigin bréfum á árinu 2023, í samræmi við heimild sem hluthafar höfðu veitt stjórn bankans til að kaupa allt að 10% af hlutafé hans, annað hvort í gegnum formlega endurkaupaáætlun eða til að gera hluthöfum almennt tilboð á eigin bréfum, t.d. með útboðsfyrirkomulag. Þessi heimild var endurnýjuð og framlengd á aðalfundi bankans í mars síðastliðnum.

Frá upphafi endurkaupa í febrúar 2023 hefur Íslandsbanki keypt samtals 51.978.944 eigin hluti eða sem nemur 2,60% af útgefnum hlutum í bankanum. Endurkaup eru algeng leið fyrir félög til að skila óráðstöfuðu eigin fé til hluthafa og bæta um leið arðsemi eigin fjár.

Gangi þvert á yfirlýst markmið ríkisstjórnarinnar

Enn sem komið hefur ríkissjóður og/eða Bankasýsla ríkisins, sem fer með eignarhluti ríkisins í Íslandsbanka, ekki tekið þátt í endurkaupum bankans.

LEX lögfræðistofa vann nýlega minnisblað fyrir hönd Bankasýslu ríkisins þar sem fjallað er um mögulega þátttöku Bankasýslunnar og/eða ríkisins í endurkaupum bankans.

Í minnisblaðinu er varað við að frumvarp fjármálaráðherra um ráðstöfun eignarhlutar í Íslandsbanka, sem er til umfjöllunar í efnahags- og viðskiptanefnd eftir fyrstu umræðu á Alþingi, takmarki að óbreyttu aðrar lögbundnar leiðir til að ráðstafa eignarhlut ríkissjóðs í Íslandsbanka, líkt og í gegnum endurkaup, en þeirri sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu – þ.e. með markaðssettu útboði.

LEX telur mikilvægt fyrir Bankasýsluna að hafa opna heimild til að taka þátt í öfugum útboðum Íslandsbanka. Það væri hagkvæm leið fyrir ríkið að selja hluti sína í bankanum og nánast enginn kostnaður fylgi slíkri ráðstöfun. Jafnframt gæti þessi aðferð skilað ríkinu umtalsverðum fjárhæðum í ríkissjóðs á innan við mánuði.

„Að mati LEX væri öfugt útboð af hálfu ÍSB skynsamleg viðbót við þau almennu markaðssettu útboð sem fyrirhuguð eru í frumvarpi ráðherra, enda sé eignarhlutur ríkisins í [Íslandsbanka] það stór að erfitt mun reynast að selja hann allan í almennum útboðum,“ segir minnisblaðinu.

Bent var á að ef ríkið tæki ekki þátt í öfugu útboði myndi eignarhlutur ríkisins í Íslandsbanka hækka sem hlutfall af öllum útistandandi hlutum „þvert á yfirlýst markmið um að minnka hlutdeild sína í fjármálafyrirtækjum“.

Lagt var til að fjármálaráðherra myndi heimila sölu á eignarhlutum til Íslandsbanka með beinum endurkaupum í samræmi við núgildandi samþykktir bankans. Sú heimild gæti annað hvort falist í sértækri heimild með vísan til núgildandi laga um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum eða með breytingartillögu við frumvarp til ráðstöfunar eignarhluta í Íslandsbanka.

Ráðuneytið óttast alenningsálit

Fjármálaráðuneytið svaraði athugasemdum og tillögum Bankasýslunnar í niðurstöðuskjali fjármálaráðuneytisins vegna samráðsferlis um drög ráðherra um ofangreindu frumvarpi.

Ráðuneytið tók undir að „augljósir kostir“ væru fólgnir í því að gera ráð fyrir þátttöku ríkisins í endurkaupum Íslandsbanka. Slíkt ráðstöfun á eignarhlutum ríkisins í bankanum yrði einföld, fljótleg og mjög líklega hagkvæm.

„Ráðuneytið telur engu að síður að slík heimild væri á þessum tímapunkti síður til þess fallin að styrkja tiltrú almennings á meðferð og ráðstöfun eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum.“