Hluta­bréfa­verð Hennes & Mauritz lækkaði um 13% þegar opnað var fyrir við­skipti í sænsku Kaup­höllinni í morgun en fata­verslunar­risinn færði af­komu­spána fyrir árið niður í gær.

Sam­kvæmt H&M mun hækkandi efnis­kostnaður og gengis­breytingar hafa nei­kvæð á­hrif á af­komu fyrir­tækisins í ár.

H&M býst við því að tekjur í júní­mánuði verði um 6% lægri en á sama tíma í fyrra. Greiningar­deild HSBC banka hafði spáð því að sölu­tekjur fé­lagsins myndu hækka í mánuðinum.

Hluta­bréfa­verð Hennes & Mauritz lækkaði um 13% þegar opnað var fyrir við­skipti í sænsku Kaup­höllinni í morgun en fata­verslunar­risinn færði af­komu­spána fyrir árið niður í gær.

Sam­kvæmt H&M mun hækkandi efnis­kostnaður og gengis­breytingar hafa nei­kvæð á­hrif á af­komu fyrir­tækisins í ár.

H&M býst við því að tekjur í júní­mánuði verði um 6% lægri en á sama tíma í fyrra. Greiningar­deild HSBC banka hafði spáð því að sölu­tekjur fé­lagsins myndu hækka í mánuðinum.

Hagnaður sam­stæðunnar á öðrum árs­fjórðungi sem endaði í maí nam 5 milljörðum sænskra króna sem sam­svarar um 65,6 milljörðum ís­lenskra króna.

Hagnaðurinn var ör­lítið undir spám grein­enda sem bjuggust við um 5,34 milljarða sænskra króna hagnaði á fjórðungnum.

Sölutekjur félagsins jukust u þó um 3,5% á fjórðungum og námu 59,6 milljörðum sænskra króna sem var í takt við spár greinenda.

Hér­lendis jókst sala H&M á Ís­landi á Ís­landi á síðasta fjár­hags­ári, sem lauk í nóvember 2023, nam 3,6 milljörðum króna og jókst um um 8% frá fyrra ári. Hagnaður fata­verslana­keðjunnar á Ís­landi nam 62,5 milljónum króna saman­borið við 59,5 milljónir árið áður.