ByteDance, kínverskt móðurfélag samfélagsmiðilsins TikTok, hefur höfðað mál gegn Montana ríki í Bandaríkjunum til að freista þess að koma í veg fyrir gildistöku nýrra laga sem banna notkun TikTok í ríkinu.

ByteDance, kínverskt móðurfélag samfélagsmiðilsins TikTok, hefur höfðað mál gegn Montana ríki í Bandaríkjunum til að freista þess að koma í veg fyrir gildistöku nýrra laga sem banna notkun TikTok í ríkinu.

Í kærunni, sem skilað var inn til héraðsdóms í Montana á mánudag, segir að fyrirhugað bann á notkun samfélagsmiðilsins brjóti gegn ákvæðum stjórnarskrár Bandaríkjanna sem og ýmissa annarra laga.

TikTok bannið, sem samþykkt var af ríkisþingi Montana í síðasta mánuði og staðfest af ríkisstjóranum Greg Gianforte um fyrir skömmu, á að taka gildi 1. janúar næstkomandi.

Í yfirlýsingu sagði TikTok að fyrirtækið hafi höfðað málið til að vernda viðskipti sín á svæðinu sem og rétt notenda TikTok í ríkinu, sem hleypur á hundruð þúsundum.