Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti á þriðjudag fjárlagafrumvarp næsta árs og hefst fyrsta umræða um málið á Alþingi í dag. Samkvæmt frumvarpinu verður ríkissjóður rekinn með tæplega 41 milljarðs króna halla á næsta ári. Gert er ráð fyrir 61 milljarðs útgjaldaaukningu frá fjárlögum 2024, eða um 4,1%, og að þau nemi 1.491 milljarði.

Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti á þriðjudag fjárlagafrumvarp næsta árs og hefst fyrsta umræða um málið á Alþingi í dag. Samkvæmt frumvarpinu verður ríkissjóður rekinn með tæplega 41 milljarðs króna halla á næsta ári. Gert er ráð fyrir 61 milljarðs útgjaldaaukningu frá fjárlögum 2024, eða um 4,1%, og að þau nemi 1.491 milljarði.

Í fjárlagafrumvarpinu segir að „markvert aðhald“ sé í ríkisfjármálum á þessu ári og verði áfram á því næsta. Á tekjuhliðinni leiði aðhaldið af ákvörðunum um tilteknar breytingar í skattkerfinu en á gjaldahlið felist aðhaldið „einkum í því að frumútgjöld ríkissjóðs vaxa hægar en jafnvægisstig landsframleiðslunnar“. Engan niðurskurð er að finna.

Gert er ráð fyrir að þremur aðhaldsráðstöfunum sem dragi úr útgjaldavexti um tæplega 29 milljarða króna. Í fyrsta lagi er almenn aðhaldskrafa um 1% eða sem nemur 2,2 milljörðum króna. Í öðru lagi er um að ræða afkomubætandi ráðstafanir upp á 9 milljarða króna. Ráðstafanirnar voru boðaðar þegar fjármálaáætlun 2025-2029 var kynnt í vor en voru óútfærðar á þeim tíma.

Í frumvarpinu kemur fram að í þeim felist m.a. að fjárveitingar á varasjóðum málaflokka eru felldar niður á árinu 2025 og að framlög til nýrra og aukinna verkefna í fjármálaáætlun lækki um 4%.

Að lokum er um að ræða sértækar ráðstafanir upp á 17 milljarða króna. Munar þar mestu um að gildistaka nýs örorkulífeyriskerfis frestast og forsendur um kerfislægan vöxt örorku- og ellilífeyris hafa verið lækkaðar.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.