Hlutabréfaverð Rexel, fransks félags sem sérhæfir sig í dreifingu á raf-, hita-, ljósa-, og pípulagnabúnaði, hækkaði um hátt í 9% í fyrstu viðskiptum í Kauphöllinni í París í byrjun vikunnar í kjölfar frétta um að félagið hafi hafnað tæplega 9 milljarða evra yfirtökutilboði frá bandaríska félaginu QXO.

Hlutabréfaverð Rexel, fransks félags sem sérhæfir sig í dreifingu á raf-, hita-, ljósa-, og pípulagnabúnaði, hækkaði um hátt í 9% í fyrstu viðskiptum í Kauphöllinni í París í byrjun vikunnar í kjölfar frétta um að félagið hafi hafnað tæplega 9 milljarða evra yfirtökutilboði frá bandaríska félaginu QXO.

Umrætt félag er í eigu milljarðamæringsins Brad Jacobs. Yfirtökutilboðið var upp á 28,4 evrur á hlut en því var umsvifalaust hafnað þar sem stjórn Rexel telur það langt undir raunvirði félagsins.

Þá þótti stjórninni tilboðið ekki endurspegla þá vaxtarmöguleika sem það stendur frammi fyrir. Eftir 9% hækkunina stóð gengi hlutabréfa Rexel í 24,94 evrum á hlut.