Bandaríska leikarasambandið SAG-AFTRA segist hafa gert bráðabirgðasamning við kvikmyndaver Hollywood þess efnis að binda enda á margra mánaða löngu verkfalli leikara og handritshöfunda.

SAG-AFTRA segist hafa náð samkomulagi við Alliance of Motion Picture and TV Producers og hafa þar með bundið enda á 118 daga löngu verkfalli.

Verkfallið hefur lamað skemmtanaiðnaðinn og tafið vinnu fjölda stórra sjónvarpsþátta og kvikmynda. Leikarar hafa meðal annars kallað eftir betri launum og verndunarráðstöfunum gagnvart notkun gervigreindar.

Fran Drescher, forseti SAG-AFTRA, sagði að miklum árangri væri náð og þakkaði jafnframt meðlimum fyrir að ná fram sögulegum samning. Samningurinn, sem er til þriggja ára, mun skapa langtímamun fyrir framtíð félagsmanna í skemmtanaiðnaðinum,“ segir Duncan Crabtree, aðalsamningsmaður verkalýðsfélagsins.

Að sögn verkalýðsfélagsins mun verkfallinu ljúka formlega á fimmtudaginn og verða svo frekari upplýsingar gefnar á föstudaginn kemur