Hopp ehf., sem m.a. annast þróun, umsýslu og rekstur viðskiptasérleyfa og hugbúnaðar fyrir leigu á rafskútum, var rekið með 113 milljóna tapi í fyrra en árið áður nam tapið 101 milljón.

Rekstrartekjur námu 622 milljónum í fyrra og drógust saman um 147 milljónir frá árinu áður.

Hlutafé félagsins var aukið um 18 milljónir á síðasta ári. Eyþór Máni Steinarsson er framkvæmdastjóri félagsins en hann á jafnframt 3,7% hlut í því.

Lykiltölur / Hopp ehf.

2023 2022
Tekjur 622  769
Eignir 807 803
Eigið fé 187  283
Afkoma -113 -101
- í milljónum króna

Fréttin birtist fyrst í Viðskiptablaðinu.