Starfs­menn Conto­lant voru boðaðir á fund hver á fætur öðrum í morgun og þeim sagt upp sam­kvæmt heimildum Vísis. Að minnsta kosti tíu starfs­mönnum var sagt upp störfum í dag.

Sam­kvæmt við­tali Við­skipta­blaðsins við Gísla Herjólfs­son for­stjóra Controlant í sumar starfa 450 manns hjá fyrir­tækinu en fé­lagið hefur verið að vaxa mjög hratt.

Til við­bótar við starf­semi fé­lagsins á Ís­landi, Hollandi og Banda­ríkjunum voru opnaðar starfs­stöðvar í Pól­landi síðast­liðið haust og í Dan­mörku í mars á þessu ári. Á­ætlaði fé­lagið að starfs­menn yrðu um 600 talsins í lok árs 2023.

Starfs­menn Conto­lant voru boðaðir á fund hver á fætur öðrum í morgun og þeim sagt upp sam­kvæmt heimildum Vísis. Að minnsta kosti tíu starfs­mönnum var sagt upp störfum í dag.

Sam­kvæmt við­tali Við­skipta­blaðsins við Gísla Herjólfs­son for­stjóra Controlant í sumar starfa 450 manns hjá fyrir­tækinu en fé­lagið hefur verið að vaxa mjög hratt.

Til við­bótar við starf­semi fé­lagsins á Ís­landi, Hollandi og Banda­ríkjunum voru opnaðar starfs­stöðvar í Pól­landi síðast­liðið haust og í Dan­mörku í mars á þessu ári. Á­ætlaði fé­lagið að starfs­menn yrðu um 600 talsins í lok árs 2023.

Stjórn Controlant fékk heimild frá hlut­höfum fyrir 90 milljón dala fjár­mögnun í sumar sem sam­kvæmt Gísla var heil­brigð blanda af skuld­settri og hefð­bundinni fjár­mögnun.

„Við höfum vaxið mjög hratt á Ís­landi og erum í dag með um 450 starfs­menn hér­lendis. Þegar við horfum til fram­tíðar, þurfum við líka að geta vaxið út fyrir Ís­land og byggt upp teymi í fleiri löndum. Við þurfum að efla starf­semina í Banda­ríkjunum tals­vert og vera nær þeim kjarna­við­skipta­vina­hópi sem við erum að eltast eftir. Mark­miðið er þó ekki bara að vaxa heldur fyrst og fremst að búa til meira virði fyrir lyfja­iðnaðinn og stuðla að sjálf­bærni í að­fanga­keðju lyfja,“ sagði Gísli í sam­tali við Við­skipta­blaðið í júní.