Donald Trump segist vera mjög óánægður með Vladimír Pútín og sagði rétt í þessu að hann muni leggja 100% toll á Rússland ef samningur um vopnahlé í Úkraínu næst ekki innan 50 daga.

Á vef BBC er greint frá málinu en forsetinn fundar nú með Mark Rutte, framkvæmdastjóra NATO, í Hvíta húsinu.

Úkraínumenn eru sagðir einnig fagna tilkynningu um fleiri vopnasendingar frá Bandaríkjunum og segist Volodomyr Zelensky, forseti Úkraínu, að hann hafi átt góðan fund með Keith Kellogg, sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu.