Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað Rússlandi refsiaðgerðum og tollum „á stórum skala“. Hótuninni er ætlað að setja þrýsting á stjórnvöld í Moskvu til að undirrita friðarsamning í Úkraínu, að því er segir í frétt Financial Times.

„Út frá þeirri staðreynd að Rússland er algjörlega að hamra (e. pounding) Úkraínu á víbvellinum núna, þá er ég að íhuga alvarlega refsiaðgerðir á bankamarkaði, aðrar refsiaðgerðir, og tolla á Rússland þar til vopnahlé og SAMKOMULAG UM LOKAUPPGJÖR HEFUR NÁÐST,“ skrifaði Trump í færslu á Truth Social samfélagsmiðlinum sínum.

„Til Rússlands og Úkraínu, komið ykkur að samningaborðinu núna, áður en það verður of seint. Takk fyrir!!!.“

Ummæli Trumps fylgja í kjölfar þess að dregið hefur úr spennu milli hans og Volodymyr Zelenskyy, forseta Úkraínu, eftir orðaskipti þeirra í Hvíta húsinu í síðustu viku sem leiddu til þess að bandarísk stjórnvöld stöðvuðu hernaðarstuðning og samnýtingu hernaðarupplýsinga með stjórnvöldum í Úkraínu.

Til stendur að æðstu ráðamenn Bandaríkjanna og Úkraínu fundu í Sádi-Arabíu í næstu viku.