Fyrirtæki í hótel- og gistiþjónustu (FHG) styðja meginefni frumvarps um breytingar á skammtímaleigu sem miðar að því að ná jafnvægi á húsnæðismarkaði
Kristófer Oliversson, formaður FHG, segir frumvarpið mikilvægt skref sem styðji við ferðamálastefnu Alþingis til 2030.
Verði frumvarpið að lögum mun heimagisting innan þéttbýlis eingöngu heimil á lögheimili einstaklings, en utan þéttbýlis verður honum eftir sem áður heimilt að leigja eina fasteign til viðbótar, s.s. sumarbústað.
Rekstrarleyfi til skammtímaleigu í íbúðarhúsnæði innan þéttbýlis verða tímabundin í fimm ár í senn en hafa hingað til verið ótímabundin. Einnig fá sýslumenn auknar heimildir til að afla upplýsinga frá ríkisskattstjóra vegna eftirlits.
FHG tekur undir að breytingarnar geti leitt til bætts jafnvægis á húsnæðismarkaði og sanngjarnari samkeppni innan ferðaþjónustunnar.
„Mikil sprenging í skammtímaleigu hefur skapað vandamál hjá ríkjum allt í kringum okkur og valdið því að sífellt fleiri ríki og sveitarfélög eru farin að setja slíkri starfsemi skorður. Í reglugerð ESB um söfnun og miðlun upplýsinga í tengslum við skammtímaleigu sem tekur gildi á næsta ári er lagt upp með að skerpa á eftirliti með skammtímaleigu og leggja auknar skyldur um upplýsingagjöf á vefsíður eins og Airbnb og Booking að viðlögðum háum sektum ef þeim skyldum er ekki sinnt,” segir í umsögn FHG sem Kristófer skrifar.
Kristófer segir að breytingin sé í samræmi við þá hugmyndafræði sem búi að baki deilihagkerfinu og heimagistingu.
„Þannig sé markmiðið að hámarka samfélagslegan ávinning af skráningarskyldri heimagistingu samhliða því að lágmarka neikvæð áhrif heimagistingar á húsnæðismarkaðinn og samfélagið í heild. FHG teldu skynsamlegt og í samræmi við hugmyndafræði deilihagkerfis að afmarka útleigutíma við hefðbundinn orlofsmánuð og eina eign, en frumvarpið er mikilvægt skref í rétta
FHG fagnar því einnig að eftir verði bætt með heimagistingu verði frumvarpið að lögum.