Hótel Selfoss hagnaðist um 100 milljónir króna í fyrra sem er 118 milljónum minni hagnaður en árið áður.

Tekjur námu 1 milljarði og jukust um 140 milljónir.

Í byrjun árs 2023 var greint frá 2,7 milljarða kaupum Eignarhaldsfélagsins JAE á hótelinu.

Ingibjörg Pálmadóttir á 45% hlut í félaginu og Aðalsteinn Jónsson Þorsteinsson einnig. Restin er í eigu Önnu Jónu Aðalsteinsdóttur og Einars Þórs Sverrissonar.

Lykiltölur / Hótel Selfoss ehf.

2023 2022
Tekjur 1.033  893
Eignir 251 302
Eigið fé -158 -258
Afkoma 100  218
- í milljónum króna

Fréttin birtist fyrst í Viðskiptablaðinu.