Tvær stærstu hótelkeðjur Bandaríkjanna, Hilton og Marriot International, ætla að setja á fót ný vörumerki til að bregðast við breyttum neytendavenjum

Breytingarnar fela í sér að stærri hluti hótelgesta leitast eftir því að dvelja lengur í hverri ferð en áður.

Báðar keðjurnar hyggjast opna ný hótel undir nýju vörumerkjunum sem enn sem komið er hafa ekki verið kynnt til sögunnar.

Markhópurinn sem Hilton og Marriott eru að höfða til með þessu eru viðskiptavinir sem eru í leit að hótelherbergi í 20 nætur eða lengur á viðráðanlegu verði.