Kínverski bílaframleiðandinn Zeekr hefur tilkynnt að það bjóði nú upp á hröðustu hleðslu fyrir rafbíla í heiminum. Fyrirtækið heldur því fram að hægt sé að hlaða rafhlöður nýjasta bíls síns úr 10% upp í 80% á tíu og hálfri mínútu.

Til samanburðar segir Tesla að hægt sé að keyra Model 3-bíla fyrirtækisins 282 kílómetra eftir 15 mínútna hleðslu.

Bíllinn frá Zeekr, 2025 007-bíllinn, verður fáanlegur frá og með næstu viku og verður fyrsta faratæki þess til að notast við nýju rafhlöðuna. Zeekr segir þó að ökumenn verði að notast við sérstakar ofurhraðhleðslustöðvar frá fyrirtækinu.

„Samkeppnin í Kína er ótrúlega hörð og á meðan vörumerki eins og BYD setja umfang og sölu í forgang, munu vörumerki eins og Zeekr, Li og Nio einbeita sér að því að hámarka hleðslugetuna,“ segir Mark Rainford, bílafréttamaður í Kína.