Brent hráolíuverð hefur lækkað um 9% síðan í gær og er komið undir 80 dali á tunnu. Olíuverð hefur ekki verið lægra í tvær vikur og ekki lækkað jafnmikið á einum degi í þrjá mánuði.

Verð á WTI hráolíu hefur jafnframt lækkað um 8.5% síðan í gær og er komið undir 75 dali á tunnu.

Erlendir miðlar rekja verðlækkunina meðal annars til afléttinga sóttvarnartakmarkana í Kína.

Greinendur höfðu gert ráð fyrir að afléttingarnar myndu auka eftirspurn Kínverja eftir hráolíu vegna aukinna ferðalaga og umsvifa í kínverska hagkerfinu. Hins vegar hefur eftirspurnin ekki tekið við sér, þrátt fyrir afléttingar.