Hráolíuverð hefur hækkað um meira en eitt present í dag. Verð á tunnu af Brent hráolíu er komið upp í hátt í 81 dal á tunnu en til samanburðar var verðið í kringum 74 dalir í lok síðasta árs.

Hækkunin er talin tengjast nýjum refsiaðgerðum bandarískra yfirvalda gegn rússneska olíuiðnaðinum. Hráolíuverð ekki verið hærra í fjóra mánuði, að því er segir í frétt WSJ.

Rúmlega vika er eftir af forsetatíð Joe Biden Bandaríkjaforseta. Ríkisstjórn hans hefur beitt víðtækum refsiaðgerðum gegn rússneska orkugeiranum á síðustu vikum hans í embætti, þar með talið gegn tveimur helstu olíuframleiðendum og tugum olíuskipa.

Tilgangurinn með aðgerðunum er að trufla olíuviðskipti Rússa við Kína og Indland og er þá búist við því að þessi tvö helstu viðskiptalönd muni þurfa að leita til annarra framleiðenda frá Miðausturlöndunum og annars staðar.

„Við gerum ráð fyrir að sjá hugsanlegar skammtímatruflanir á útflutningi á rússneskri olíu upp á allt að eina milljón tunna á dag, sérstaklega þar sem kínverskir og indverskir kaupendur eru að verða varkárari varðandi refsiaðgerðir,“ er haft eftir Helge Andre Martinsen og Tobias Ingebrigtsen, sérfræðingum hjá DNB Markets.

Olíuskipin sem hafa orðið fyrir þessum refsiaðgerðum fluttu meira en 530 milljónir tunna af rússneskri hráolíu á síðasta ári og var meira en helmingur magnsins fluttur til Kína.