Leigu­bíla­stöðin Hreyfill var rekin með um 26 milljóna króna tapi á síðasta ári, en árið áður nam tapið 55 milljónum króna.

Leigu­bíla­stöðin hefur tapað 210 milljónum frá árinu 2018 þegar fé­lagið skilaði síðast hagnaði.

Rekstrar­tekjur sam­stæðunnar í fyrra námu 652 milljónum króna. Rekstrar­tekjur móður­fé­lagsins námu 469 milljónum.

Sam­kvæmt efna­hags­reikningi námu eignir sam­stæðunnar 945 milljónum króna og eignir móður­fé­lagsins stóðu í um 916 milljónum.

Eigið fé fé­lagsins í lok ársins nam 478,6 milljónum sam­kvæmt efna­hags­reikningi og eigið fé sam­stæðunnar í hlut­falli af heildar­eignum var 47% og móður­fé­lagsins 48%.

Starfandi fé­lags­menn í Hreyfli voru 281 í árs­lok 2023. Samkvæmt ársreikningi gengu 31 nýir fé­lagar í fé­lagið í fyrra.

Lykiltölur / Hreyfill- móðurfélag

2023 2022
Tekjur 469 560
Eignir 916 944
Eigið fé 478 479
Afkoma -25 -55