Aðalsteinn Leifsson, fyrrverandi ríkissáttasemjari, kannast ekki við ítrekuð símtöl símtöl í Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóra í kringum kjaradeiluna í vetur.
Hann segist hafa hringt einu sinni Ásgeir, þann 25. nóvember í fyrra, í samtali við mbl.is.
Ásgeir sagði í ítarlegu viðtali við Morgunblaðið í morgun að ríkissáttasemjari hafi verið hringjandi í sig til að hafa áhrif á stýrivaxtahækkun.
Aðalsteinn segist hins vegar hafa tekið skýrt fram í samtali þeirra að hann virti sjálfstæði bankans. Hann vildi einungis að Ásgeir myndi tala af virðingu við og um aðila vinnumarkaðarins.
Aðalsteinn segist jafnframt ekki skilja hvers vegna Ásgeir rjúfi trúnað um tveggja manna tal og tekur Friðrik Jónsson, fyrrum formaður BHM, undir með Aðalsteini.
„Þetta viðtal seðlabankastjóra er fráleitur og fordæmalaus trúnaðarbrestur sem ætti undir öllum venjulegum kringumstæðum að hafa alvarlegar afleiðingar. Fullkomlega óviðeigandi að greina frá þessum samtölum í svona smáatriðum. Ég er gáttaður,” skrifaði Friðrik á Twitter í dag.