Fimmtíu punkta hækkun stýrivaxta mun hafa áhrif á fasteignamarkaðinn að sögn Konráðs S. Guðjónssonar, efnahagsráðgjafa Samtaka atvinnulífsins.
„Þessi hækkun, og sérstaklega ef bankinn mun hækka vexti meira eins og gefið er til kynna, mun stuðla að enn hraðari og meiri kælingu fasteignamarkaðsins,“ segir Konráð. „Vextir taka líka töluverðan tíma að hafa áhrif á fasteignamarkaðinn svo það er svolítið áhyggjuefni að verið sé að ganga of langt gagnvart honum.
Það er svo enn meira áhyggjuefni að svo miklar vaxtahækkanir hjálpa ekki íbúðauppbyggingu heldur þvert á móti. Heilt yfir er verið að taka töluverða áhættu með svo miklum breytingum á svo stuttum tíma.“
Fjallað er ítarlega um málið Viðskiptablaðinu, sem kemur út á morgun. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.