HSBC, stærsti banki Evrópu, rak hóp starfsmanna á fjárfestingarbankasviði í Bretlandi í síðasta mánuði, á sama dag og til stóð að þeir fengju upplýsingar um bónusa fyrir liðið ár. Raunar greiddi bankinn ekki bónusa til margra af þeim sem var sagt upp.
„Þetta er mjög ólíkt HSBC, sagði heimildarmaður The Irish Times og bætti við að bankinn væri þekktur fyrir að líta vel eftir starfsfólki sínu.
Í umfjölluninni segir að aðrir fjárfestingarbankar greiði gjarnan bónusa til starfsmanna sem leystir eru af störfum vegna hagræðingaraðgerða, jafnvel þótt kaupaukar í slíkum tilfellum séu oft á tíðum minni en á öðrum tímum.
Þessi ákvörðun HSBC er sögð endurspegla vægðarlausa nálgun Georges Elhedery, sem tók við sem forstjóri bankans í september síðastliðnum. Hann hefur unnið að því að ná fram umtalsverðri kostnaðarhagræðingu.
Bankinn kynnti í síðasta mánuði markmið um að ná fram sparnaði upp á 300 milljónum dala á árinu 2025.