Gjald­þrota­skiptum ferða­þjónustu­fyrir­tækisins Reykja­vík Duck Tours er lokið en ekkert fékkst upp í 114 milljón króna kröfur sem lýst var í búið. Héraðs­dómur Reykja­víkur úr­skurðaði fé­lagið gjald­þrota í mars á þessu ári.

Fé­lagið hóf starf­semi hér­lendis í septem­ber 2018 en um var að ræða nýjung þar sem fara­tæki fyrir­tækisins, sem bjóða upp á ferðir um sjó og land, voru þau fyrstu sinnar tegundar hér­lendis.

Af árs­reikningum að dæma hefur ekki verið mikil starf­semi hjá fé­laginu síðast­liðin ár en fé­lagið skilaði síðast inn árs­reikningi 2021 en á því ári voru engar tekjur eða gjöld skráð. Fé­lagið tapaði 31 milljón árið 2019.

Til­gangur fé­lagsins var að bjóða upp á skoðunar­ferðir um götur borgarinnar og innri höfnina í Reykja­vík um borð í sér­smíðuðu farar­tæki sem er bæði hóp­ferða­bíll og skip í einu tæki, svo­kallað láðs- og lagar­farar­tæki (e. amp­hibious vehic­le).

Við­skipta­blaðið tók við­tal við stofn­endur fé­lagsins árið 2018 sem má lesa hér að neðan.