Í lok ágúst tilkynnti Wolt um afhendingu númer 100.000 frá KFC en rúmt ár er liðið frá því að fyrirtækin hófu samstarf. Í dag heimsendir Wolt frá átta KFC veitingastöðum á Íslandi og segir í tilkynningu að vinsælasti staðurinn sé í Kópavogi.

Djúpsteiktur kjúklingur er sagður vera vinsælasti heimsendi matur á Íslandi en þar á eftir koma hamborgarar, pizzur, bakarísmatur og asískur matur.

Í lok ágúst tilkynnti Wolt um afhendingu númer 100.000 frá KFC en rúmt ár er liðið frá því að fyrirtækin hófu samstarf. Í dag heimsendir Wolt frá átta KFC veitingastöðum á Íslandi og segir í tilkynningu að vinsælasti staðurinn sé í Kópavogi.

Djúpsteiktur kjúklingur er sagður vera vinsælasti heimsendi matur á Íslandi en þar á eftir koma hamborgarar, pizzur, bakarísmatur og asískur matur.

„Íslendingar elska KFC! Ísland er ólíkt hinum Norðurlöndunum, því Íslendingar dýrka steiktan kjúkling. Á öllum Norðurlöndunum eru hamborgarar í uppáhaldi, en ekki á Íslandi,“ segir í tilkynningu frá Wolt.

Þá segir Wolt að vinsælustu réttir KFC séu kjúklingabitar, boxmaster zinger, 10 kjúklingaleggir- og læri og kjúklingaborgaramáltíð.