Hagnaður Granat nam 559 milljónum króna í fyrra, samanborið við 106 milljóna hagnað árið áður. Útseld þjónusta nam 16 milljónum króna, samanborið við 23 milljónir árið 2022.

Áhrif hlutdeildarfélaga voru jákvæð um 91 milljón króna árið 2023, samanborið við 47 milljónir árið áður. Söluhagnaður hlutabréfa nam 412 milljónum króna en var 31 milljón árið áður.

Ætla má að stærsti hluti þeirra upphæðar sé vegna sölu á eignarhluta Granat í Gleðipinnum. Kaup Kaupfélags Skagfirðinga og Háa kletts á Gleðipinnum gengu í gegn í fyrra.

Eigið fé Granat nam 781 milljón króna um áramótin en var 250 milljónir í lok árs 2022. Eignir voru bókfærðar á 855 milljónir króna, þar af voru eignarhlutir í öðrum félögum bókfærðir á 209 milljónir, samanborið við 425 milljónir árið áður.

Granat er í eigu Guðmundar Auðuns Auðunssonar og Guðríðar Maríu Jóhannsdóttur. Stjórn leggur til að 50 milljónir króna verði greiddar í arð fyrir rekstrarárið 2023.