JS Reykjavík, rekstrarfélag fataverslana Húrra Reykjavík, hagnaðist um rúmlega 17 milljónir króna í fyrra samanborið við 7 milljónir árið áður.

Verslunin seldi vörur fyrir rúmar 400 milljónir króna í fyrra og var framlegðin 180 milljónir. Eigið fé félagsins í lok árs var 32 milljónir og eiginfjárhlutfallið 28%.

Fataverslunin var stofnuð árið 2014 af Jóni Davíði Davíðssyni og Sindra Snæ Jenssyni, en þeir eru jafnframt eigendur félagsins JS Reykjavík. Þeir hafa að undanförnu opnað veitingastaðina Flatey og Yuzu auk næturklúbbsins Auto.

Lykiltölur - JS Reykjavík

2021 2020
Vörusala 401 407
Framlegð 180 157
Rekstrargjöld 156 134
Hagnaður 17 7
í milljónum króna.