Íbúðaverð í Bretlandi var 4,7% hærra í árslok 2024 miðað við byrjun árs. BBC greinir frá þessu og segir að þrátt fyrir hækkunina sé meðalkostnaður lægri en sumarið 2022 þegar íbúðaverð stóð sem hæst.
Samkvæmt Nationawide, stærsta byggingarfélagi Bretlands, kostaði meðalheimili í Bretlandi 269.426 pund í lok desember, eða um 46 milljónir króna.
Þá segir að verð á raðhúsum hafi hækkað mest á árinu og vera mesta hækkunin á Norður-Írlandi. Húsnæðisverð hafi einnig hækkað meira í norðurhluta Englands en í suðurhlutanum.
Húsnæðissérfræðingar spá því að markaðurinn muni sjá meiri sölu á næstu mánuðum en óvissa um vexti og húsnæðislán gæti þó gert árið erfitt fyrir kaupendur og seljendur. Fyrstu kaupendur þurfa til dæmis ekki að greiða stimpilgjöld af fasteignum sem kosta meira en 425 þúsund pund. Sú tala mun hins vegar lækka niður í 300 þúsund pund í apríl.
Vonir eru í Bretlandi um að Englandsbanki muni lækka vexti smám saman yfir árið og gæti fyrsta lækkunin komið í febrúar. Andrew Bailey bankastjóri Englandsbanka hefur hins vegar sagt að það væri of mikil óvissa til að spá nákvæmlega fyrir um næstu lækkun.