Húsnæðisverð í Danmörku lækkaði um 2,1% á milli annars og þriðja ársfjórðungs samkvæmt gögnum Finans Danmark, samtaka danskra fjármálafyrirtækja. Húsnæðisverð í Danmörku hefur ekki lækkað meira frá árinu 2011.

Íbúðir á þriðja fjórðungi seldust að meðaltali 7,3% undir upphaflega ásettu verði. Til samanburðar seldust íbúðir 3,6% undir ásettu verði á þriðja fjórðungi 2021.

Í frétt Bloomberg er haft eftir greinanda hjá Nykredit Realkredit að bankinn geri ráð fyrir að húsnæðisverð muni falla um tæplega 10% frá hæsta verðstiginu í sumar fram á haustið 2023.