Birna Rún Eiríksdóttir, leikkona og áhrifavaldur

Viðburður ársins?

Barbenheimer! Það var concept sem byrjaði sem djók, þegar fólk var að photoshopa Barbie að sprengja kjarnorkusprengjur, mætti í bíó í bæði 40’s og bleikum fötum, og margir mættu jafnvel á báðar myndir sama dag.

Hneyksli ársins?

Ríkisstjórnin hneykslaði svo oft. Þá helst þegar hún tók ekki skýra afstöðu gegn þjóðarmorði sem er að eiga sér stað í Palestínu.

Frétt ársins? Sprungurnar í Grindavík!

Klisja ársins?

Klisja ársins er klárlega þegar Birgitta Líf og Enok héldu kynjaveislu og létu þyrlu dreifa bláum reyk úr lofti. Þau hafa sett þessa annars ágætu kynjaveisluhefð á eitthvað allt annað level sem ég er ekki hrifin af.

Birna Rún Eiríksdóttir
Birna Rún Eiríksdóttir
© Ásdís Ásgeirsdóttir (M Mynd/Ásdís Ásgeirsdóttir)

Bömmer ársins?

Bömmer ársins er verðbólgan! Nú veit ég alls ekki mikið þegar kemur að Seðlabankanum, vöxtum og stýrivöxtum. En ég veit bara að við erum að sogast í eitthvert kviksyndi og mér líst ekkert á blikuna.

Hetja ársins?

Anahita og Elissa sem læstu sig við möstur hvalveiðiskipa til að mótmæla því grimmilega ofbeldi sem hvalveiðar eru!

Óvænt ánægja ársins?

Að ég eignaðist hvolp. Það átti ekki beint að gerast, gerðist óvænt og hefur verið mikil ánægja, hamingja og ást. En líka ógeðslega pirrandi. Hún skemmdi 70% af öllum eignum mínum, en ég elska hana.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði