Hand­bært fé Berks­hire Hat­haway, fjár­festinga­fé­lags War­ren Buf­fett, hefur nú vaxið fimm fjórðunga í röð og nam 157 milljörðum dala í lok septem­ber sem er um 21.500 milljarðar ís­lenskra króna á gengi dagsins.

Sam­kvæmt The Wall Street Journal bíða fjár­festar eftir árs­upp­gjöri fé­lagsins sem og fjár­festa­bréfi frá Buf­fett sem verður birt á laugar­daginn til að sjá hvort hand­bært fé fé­lagsins hafi orðið enn meira á síðustu mánuðum ársins.

Hand­bært fé Berks­hire Hat­haway, fjár­festinga­fé­lags War­ren Buf­fett, hefur nú vaxið fimm fjórðunga í röð og nam 157 milljörðum dala í lok septem­ber sem er um 21.500 milljarðar ís­lenskra króna á gengi dagsins.

Sam­kvæmt The Wall Street Journal bíða fjár­festar eftir árs­upp­gjöri fé­lagsins sem og fjár­festa­bréfi frá Buf­fett sem verður birt á laugar­daginn til að sjá hvort hand­bært fé fé­lagsins hafi orðið enn meira á síðustu mánuðum ársins.

Berks­hire þurfti ný­verið að til­kynna breytingar á hluta­bréfa­eignum fé­lagsins til verð­bréfa­eftir­litsins en Buf­fett byrjaði hefur selt um 1% af hlutum sínum í App­le sam­hliða því að hann stækkaði við sig í Chevron og Occidental Petroleum.

Buffett að kaupa bréf undir rós

Berks­hire fékk þó sér­stakt leyfi hjá verð­bréfa­eftir­litinu til þess að birta ekki opin­ber­lega um eignar­hald eða kaup á ó­nefndum hluta­bréfum en slíkt er leyfi­legt í eitt ár ef fé­lag hyggst halda á­fram að bæta við sig hlutum og talið er að opin­ber birting við­skiptanna myndi hækka hluta­bréfa­verðið.

Sam­kvæmt WSJ eru margir að velta fyrir sér hvaða ó­nefnda fé­lag Buf­fett hefur verið að kaupa í en þetta er annar árs­fjórðungurinn í röð sem Berks­hire fær að halda því leyndu.

Þá vonast margir til þess að Buf­fett greini frá því í fjár­festa­bréfi sínu á laugar­daginn hvað hann ætli að gera við allt þetta hand­bæra fé fé­lagsins en hann er sagður sitja eins og gammur fénu í leit að næsta fjár­festinga­tæki­færi.

Charli­e Mun­ger, við­skipta­fé­lagi Buf­fets til margra ára og vara­for­maður Berks­hire Hat­haway, sagði í við­tali í haust skömmu fyrir and­lát sitt að það væru „að minnsta kosti 50/50“ líkur á að þeir fé­lagarnir færu í aðra yfir­töku bráð­lega.

Mun­ger starfaði með Buf­fett hjá Berks­hire Hat­haway í meira en sex ára­tugi en sam­kvæmt WSJ er búist við því að Buf­fett muni minnast hans í fjár­festa­bréfinu um helgina.